*

Bílar 6. janúar 2013

Mercedes Benz SL - 3. kynslóðin

Bíllinn var framleiddur í 18 ár. Aðeins einn bíll bílaframleiðandans hefur verið framleiddur lengur.

Þriðja kynslóðin af Mercedes Benz SL bílnum (R107) var framleidd í 18 ár. Mercedes Benz hefur aðeins framleitt G jeppann lengur eða í 33 ár.

Í fyrsta sinn var boðið upp á V8 vél í Sl. Vélaframboð var aukið mikið en átta útgáfur af mismunandi vélum voru settar í bílinn á framleiðslutímanum, frá 2,8 lítrum upp í 5,6 lítra sem skilaði 231 hestafli.

Upp úr 1980 komu margar nýjungar í bílinn. Má þar nefna ABS bremsukerfið og loftpúða. Vinsældir bílsins mátti ekki aðeins rekja til hversu vel heppnaður hann var, heldur einnig vinsælda eldri gerða.

Árið 1978 hófust sýningar á sápuóperunni Dallas þar sem bíllinn lék stórt hlutverk sem einkabíll Bobbys Ewing. Það minnkaði ekki áhugann á bílnum.

Alls voru framleidd 237.287 eintök af bílnum. SLC (C 107), sem var náskildur SL, seldist aftur á móti í 62.888 eintökum. Hann var framleiddur á tímabilinu 1971-1981.

Mercedes Benz SL sportbíllinn á sér 60 ára sögu.