*

Bílar 14. janúar 2013

Mercedes Benz SL - 6. kynslóðin

Hægt er að þrífa framrúðuna með toppinn niðri - án þess að það slettist yfir farþegana.

Sjötta kynslóðin Mercedes Benz SL (R231) var kynnt í janúar 2012. Bíllinn var endurhannaður frá grunni og er lengri og breiðari.

Bíllinn er með mun skarpari línum og er nánast allur úr áli og allt að 140 kílóum léttari en áður. Álið léttir ekki aðeins bílinn heldur eykur þægindi og öryggi farþeganna.

Allar helstu nýjungar í öryggisbúnaði eru í bílnum, s.s. háþróuð árekstursvörn. Tekist hefur að minnka eyðsluna um allt að 29% frá eldri gerð.

Krafturinn er samt til staðar en stærsta vélin er 6 lítra V12 og skilar 621 hestafli. Nokkrar skemmtilegar nýjungar er að finna í bílnum.

Nú er hægt að opna skottið með því að veifa öðrum fæti undir nema sem er staðsettur undir stuðaranum.

Einnig hefur Mercedes þróað rúðuþurrkur þar sem rúðuvökvi flæðir úr sjálfum þurrkublöðunum. Því er hægt að þrífa framrúðuna með toppinn niðri án þess að það slettist yfir farþegana.