*

Bílar 5. janúar 2013

Mercedes Benz SL sportbíllinn á sér 60 ára sögu

Í dag er 300 SL, sem framleiddur var árin 1954-1963, einn eftirsóttasti fornbíllinn frá Stuttgart. Gott eintak kostar um 120 milljónir króna.

Mercedes Benz SL er lúxussportbíll sem ætlaður er til langkeyrslu (e. grand tourer). SL stendur fyrir Sport Leicht sem er vitanlega þýska og þýðir léttur sportbíll. Bíllinn á sér 60 ára sögu, frá árinu 1952. Hann á rætur sínar að rekja í kappakstri.

Mercedes Benz hefur allt frá árinu 1894 tekið þátt í kappakstri. Þá tók Karl Benz þátt í Paris-Rouen kappakstrinum á bílnum Velo. Á árunum 1934-1939 voru Silfurörvarnar sigursælar á Grand Prix mótunum sem nefnast í dag Formúla 1. Þá skall á seinni heimstyrjöldin og allri venjulegri bílasmíði var hætt í Stuttgart. Árið 1952 sneri Mercedes Benz aftur í kappakstur með 300 SL (W194) sem varð mjög sigursæll. Hann varð í fyrsta og öðru sæti í Le Mans kappakstrinum árið 1952.

Austurríkismaður átti hugmyndina

Maximilian E. Hoffman átti hugmyndina að því að framleiða bíl fyrir almenning á grunni kappakstursbílsins. Hann var fæddur í Vínarborg, bjó um tíma í Frakklandi en flúði til Bandaríkjanna undan oki nazista árið 1941. Hann opnaði bílasölu á Park Avenue á Manhattan í New York borg og varð umboðsmaður Mercedes Benz í Bandaríkjunum árið 1952. Árið 1953 sannfærði Hofman stjórnendur Daimler Benz í Stuttgart að framleiða sportbílinn.

Einn eftirsóttasti fornbíllinn frá Stuttgart

300 SL er einn þekkasti bíllinn sem Daimler fyrirtækið hefur framleitt frá upphafi. 300 stóð fyrir 3 lítra vélina. Hann fékk viðurnefnið Gullwing vegna vængjahurðanna. Hann var hraðskreiðasti sportbíll síns tíma og hafði kappakstureiginleikana frá W194. Hann var einnig fyrsti bíllinn með með beina innspýtingu. Í dag er 300 SL einn eftirsóttasti fornbíllinn frá Stuttgart. Gott eintak af bílnum kostar um 120 milljónir króna.

Fyrsta kynslóðin

Önnur kynslóðin

Þriðja kynslóðin

Næstu daga verður fjallað um sex kynslóðir SL sportbílsins.

Umfjöllunin um Mercedes Benz SL birtist í Áramótum, tímariti Viðskiptaskiptablaðsins sem kom út 28. desember. Hún birtist hér í styttri útgáfu.