
Mercedes Benz S línan verður frumsýnd 15. maí í Hamborg í Þýskalandi. Bílinn verður einhver tæknivæddasti fólksbíll sem framleiddur hefur verið.
Bílablaðamönnum hefur boðistað skoða S bílinn að innan. Af skrifum þeirra að dæma er íburðurinn, öryggið og þægindin mun meiri en í eldri gerð. Má nefna að það tók þrjú ár að þróa loftpúða fyrir farþega í aftursæti.
Púðinn kemur í veg fyrir að farþeginn renni undan bílbeltinu ef hann hefur hallað sætinu til sér til þæginda. Segja blaðamenn að nánast sé hægt að leggja sætið alveg þannig að farþeginn sé í láréttri stellingu.
Aftursætin eru búin fullkomnasta nuddi sem völ er á í fólksbíl. Í sætinu eru 14 nuddpúðar og hægt verður að velja sex mismunandi nudd.
Það sem vekur mesta athygli í bílnum er sérstakt ilmefnakerfi. Kerfið sprautar ilmvatni í gegnum miðstöðvarkerfið. Hægt er að velja á milli fjögurra mismunandi tegunda af ilmi, m.a. íþróttailm og næturlífsilm.
Blaðamenn hafa aðeins fengið að sjá innanrými í nýja S bílnum. Margir þeirra segja að bíllinn sé í sama klassa og Rolls og Bentley.
Tveir tölvuskjáir eru fyrir framan ökumanninn þar sem hann getur stýrt fjölmörgum öryggis- og þægindakerfum í bílnum.
Bíllinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir þá sem eru með bílstjóra.
Nánar er fjallað um Mercedes Benz S í Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu á fimmtudaginn. Áskrifendur geta nálgast blaðið HÉR.