*

Bílar 23. ágúst 2014

Merkilegt bílasafn til sölu

Don Mitchell byrjaði seint á þriðja áratugnum að smíða skutbíla fyrir GM. Síðan fór hann að smíða fyrir aðra.

Mitchells Car Museum, eitt merkilegasta bílasafn í Bandaríkjunum, er nú til sölu. Safnið þykir merkilegt fyrir þær sakir að það nær yfir stóran hluta bílasögu Bandaríkjanna.

Bílasmiðurinn Don Mitchell byrjaði seint á þriðja áratugnum að smíða skutbíla, í fyrstu fyrir GM. Í framhaldi af því hóf hann að starfa einnig fyrir Ford og Chrysler. Þegar hann hafði mest umleikis störfuðu hjá honum um 20 þúsund manns.

Don Mitchell lést árið 1972 og tók þá sonur hans Bill við fyrirtækinu. Jafnframt hóf hann leit að öllum þeim bílgerðum sem faðir hans hafði smíðað. Þar á meðal var tilraunabíllinn Dodge Granada sem var smíðaður úr glertrefjum. Það er uppboðshúsið Sheridan sem stendur að sölunni. Sjá má bílana inni á vef fyrirtækisins, www.sheridanauctionservice.com.