*

Sport & peningar 26. apríl 2018

Messi fær réttinn að nafninu sínu

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi uppskar sigur fyrir evrópskum dómstólum eftir sjö ára baráttu fyrir því að geta notað nafnið sitt sem vörumerki á íþróttavarning.

Evrópskur dómstóll hefur úrskurðað að knattspyrnumaðurinn Lionel Messi geti notað nafnið sitt sem vörumerki á íþróttavarning.

Messi hefur staðið í baráttu fyrir því að eiga réttinn að nafninu sínu í sjö ár. Fyrst sótti hann um að eiga réttin að vörumerkinu árið 2011 en Hugverkastofa Evrópu, EUIPO, taldi nafnið vera of líkt nafni spænska reiðhjólaframleiðandans Massi. EUIPO taldi líkur til þess að líkindi nafnanna myndu valda ruglingi í hugum fólks. 

Dómstólar voru þó ekki sammála þessu mati og sögðu Messi nægilega þekktan til þess að fólk gæti gert greinarmun þarna á milli. 

Messi er hæst launaði knattspyrnumaður í heimi með um 126 milljónir evra í árslaun eða sem nemur rúmum 15,5 milljörðum króna. Næstur á eftir honum er Cristiano Ronaldo með 94 milljónir evra eða sem nemur 11,6 milljörðum.