*

Sport & peningar 28. janúar 2014

Messi fer hvergi

Barcelona mun ræða nýjan samning við Lionel Messi.

Argentínumaðurinn Lionel Messi, framherji hjá Barcelona, er ekki til sölu og knattspyrnufélagið hyggst hefja viðræður um nýjan samning við hann. Þetta segir Joseph Maria Bartomeu, forseti knattspyrnufélagsins. 

Áður hefur verið greint frá því að franska knattspyrnuliðið Paris St-Germain hafi áhuga á að kaupa leikmanninn. Klúbburinn mun setjast niður með leikmanninum og ræða nýjan samning við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að hann verði best launaði leikmaðurinn,“ sagði Bartomeu í viðtali við RAC1 sjónvarpsstöðina sem birt var á vefsíðu Barcelona í gær. 

Messi skoraði 60 mörk á síðasta leiktímabili, eftir því sem fram kemur á vef BBC. 

Stikkorð: Messi