*

Sport & peningar 22. júní 2013

Lionel Messi fyrir dóm

Messi er grunaður um að hafa skotið undan um 4 milljónum evra í skattgreiðslur.

Samkvæmt úrskurði dómstóla á Spáni þurfa argentínski knattspyrnuleikmaðurinn, Lionel Messi, og faðir hans að koma fyrir dóm 15. september næstkomandi af því er fram kemur á vef BBC.

Messi sætir nú rannsókn spænskra skattayfirvalda og er hann grunaður um að hafa skotið undan um 4 milljónum evra í skattgreiðslur með því að þiggja tekjur í gegnum aflandsfélög. Bandaríska tímaritið Forbes veltir því upp hvort spænsk yfirvöld hafi notað rannsókn á Messi til að senda skilaboð til spænskra auðmanna um að standa skil á sköttum sínum.

Stikkorð: Lionel Messi