*

Bílar 22. desember 2018

Mest lesnu bílafréttir ársins: 1-5

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um bíla á árinu sem er að líða — hér eru þær fréttir voru í sætum 1 til 5.

Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu bílafréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2018. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 1 til 5 yfir þær mest lesnu.

1. Úr fatageiranum í lúxusbíla
Eftir 14 ár í fatabransanum, skipti fyrrum körfuboltalandsliðsmaðurinn Hermann Hauksson um stefnu og tók við starfi sölustjóra hjá Lexus. 

2. Dregnir á kviðnum yfir heiðina
Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar, sagði meðal annars frá eftirminnilegustu bílferð sinni í viðtali.

3. Benz afhjúpar Tesla keppinaut
Bílaframleiðandinn Mercedes-Benz afhjúpaði sinn fyrsta hreina rafbíl, sem er jepplingur sem drífur 450 km á hleðslu.

4. Ekur um á Land Cruiser leigubíl
Jón Pálsson, leigubílstjóri á Hellu, er einn af fáum leigubílstjórum sem ekur um á stórum jeppa. 

5. Bíll nr. 3.000.000 afhentur á Íslandi
Þriðji milljónasti Kia bílinn sem hefur verið framleiddur var afhentur hér á landi í lok apríl. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is