*

Bílar 21. desember 2019

Mest lesnu bílafréttir ársins: 1-5

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um bíla á árinu sem er að líða — hér eru þær fréttir voru í sætum 1 til 5.

Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu bílafréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2019. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 1 til 5 yfir þær mest lesnu.

1. Ekur um á 411 hestafla Raptor
Lögmaðurinn Helga Hlín Hákonardóttir er alin upp innan um bíla, vélsleða og mótorhjól.

2. Eignaðist tvíbura og þurfti stærri bíl
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir keypti sér Mercedez-Benz Vito í kjölfar þess að hafa eignast tvíbura.

3. Goðsögnin Gelandewagen
Bílablaðamaður Viðskiptablaðsins reynsluók hinum stóra og stæðilega G-Class frá Mercedes-Benz.

4. Nýr BMW X5 kynntur
Ný útgáfa af sportjeppanum BMW X5 var kynnt hjá BL í byrjun árs. 

5. 404 hestafla tengitvinnbílar Range Rover
Jaguar Land Rover hjá BL kynnti í ársbyrjun hljóðlátustu lúxusbíla Range Rover frá upphafi þegar 404 hestafla Range Rover og Range Rover Sport voru kynntir formlega í tengiltvinnútgáfu.