*

Bílar 28. desember 2021

Mest lesnu bílafréttir ársins: 1-5

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um bíla á árinu sem er að líða — hér eru þær fréttir voru í sætum 1 til 5.

Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu bílafréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2021. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 1 til 5 yfir þær mest lesnu.

1. Draumurinn að eignast 650 hestafla villidýr
Keflvíkingurinn Skúli Steinn Vilbergsson hefur frá barnsaldri verið með bíladellu á háu stigi. 

2. Forfallin jeppadellukona
Aldís Ingimarsdóttir, kennari í tæknifræði við HR, á Ford F350 Superduty, 2005 árgerð. Hún og eiginmaður hennar hafa átt marga jeppa í gegnum tíðina en Fordinn hefur þjónað þeim í vel á tvo áratugi.

3. Forstjórajeppar 2020
Bílablaðamaður Viðskiptablaðsins tók saman forstjórajeppa síðasta árs í grein sem birtist í Áramótariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar áramótin 2019/2020.

4. Antík Benz með sterkan karakter
Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson á forláta antík Benz sem vekur mikla athygli hvert sem hann fer.

5. Ættleiddi forláta Corvettu
Hilmar Harðarson ættleiddi í sumar forláta Corvettu sem varð í kjölfarið aðaláhugamálið.