*

Bílar 23. desember 2017

Mest lesnu bílafréttir ársins: 6-10

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um það nýjasta í bílabransanum, en hér er listi yfir fimm af mest lesnu bílafréttum ársins.

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um það nýjasta í bílabransanum. Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvað vakti áhuga hjá lesendum.

10) Dýrasti jeppi í heimi

Óvenjulegur gripur var frumsýndur í Genf — Mercedes-Maybach G650 Landaulet nefnist hann. Hann er búinn 6 lítra 621 hestafla V12 bensínvél. Aðeins verða framleidd 99 eintök af þessum ótrúlega jeppa.

9) Með ólæknandi bíladellu

Guðbjartur Guðmundsson er mikill bílaáhugamaður og á MG sportbíll sem lúkkar eins og gamall rallíbíll.

8) Keypti 30 milljóna ofursportbíl

Ólafur Björn Ólafsson hefur selt bíla í rúma þrjá áratugi. Hann hefur bæði flutt inn bíla og selt bíla úr landi.

7) Í hjólastólum undir stýri

Þeir Hallgrímur Einarsson, Guðjón Reykdal Óskarsson og Hjálmar Þorvaldsson eru allir bundnir við hjólastól en láta hreyfihömlunina ekki aftra sér.

6) Svíarnir með öryggið á oddinum

Nýr Volvo XC60 er enn flottari og betri en eldri gerðin og maður getur gert sér í hugarlund að hann muni ekki slá af hvað vinsældirnar varðar. Sportjeppinn líkist mjög stóra bróðurnum XC90 sem kom á markað í fyrra og vann hug og hjörtu margra fyrir fallega hönnun.