*

Bílar 21. desember 2019

Mest lesnu bílafréttir ársins: 6-10

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um bíla á árinu sem er að líða — hér eru þær fréttir voru í sætum 6 til 10.

Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu bílafréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2019. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 6 til 10 yfir þær mest lesnu.

6. Stóri jeppadagurinn hjá Toyota 
Árleg jeppasýning Toyota var haldin um miðjan febrúar. Þar mátti sjá það besta sem Toyota hefur fram að færa í ferðalagið.

7. Nýr Kia ProCeed kynntur
Nýr Kia ProCeed var frumsýndur í Kia húsinu við Krókháls í lok janúar.

8. Fjarlægur draumur varð að veruleika
Atvinnubílstjórinn Ívar Örn Smárason sagði frá því hvað varð til þess að hann stofnaði flutningafyrirtækið Arnarfrakt.

9. Sænskur sigurvegari
Volvo V60 vakti mikla athygi og var m.a. valinn Bíll ársins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna.  

10. Til í að keppa í kappakstri
Útvarpsmaðurinn og bílaáhugamaðurinn Frosti Logason svaraði nokkrum spurningum um bíla.