*

Bílar 28. desember 2021

Mest lesnu bílafréttir ársins: 6-10

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um bíla á árinu sem er að líða — hér eru þær fréttir voru í sætum 6 til 10.

Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu bílafréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2021. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 6 til 10 yfir þær mest lesnu.

6. KIA EV6 dregur 528 km 
Nýr KIA EV6 rafbíll var kynntur til leiks. Mun bíllin hafa allt að 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. 

7. Askja hefur sölu á smart rafbílum
Smart borgarjepplingarnir, sem hannaðir eru af Mercedes-Benz og framleiddir af Geely, koma á markað árið 2023. Askja tryggði sér réttin til að selja bílana hér á landi.

8. Ný Tesla væntanleg í haust
Rafbílar frá Tesla hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Vakti því frétt frá síðasta sumri um að fyrstu Tesla Y bílarnir væru væntanlegir til landsins í september mikla athygli.

9. Með Walter Röhrl á Porsche 911
Bílaáhugamaðurinn Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport, keppti í akstursíþróttum á árum áður og náði langt í vélsleðaakstri en keppti einnig í sandspyrnu og rallakstri. Hann svaraði nokkrum spurningum um bíla. 

10. Fyrirtaks ferðabíll
Tvinnbíllinn Toyota Highlander, stóri borgarjeppinn með 2,5 l bensínvél og rafmótor, var reynsluekinn af bílablaðamanni.