*

Bílar 29. desember 2015

Mest lesnu bílafréttir Viðskiptablaðsins árið 2015

Bílafréttir Viðskiptablaðsins voru mikið lesnar yfir árið, en hér er listi yfir þær fimm sem mest voru lesnar á árinu 2015.

Viðskiptablaðið fjallar reglulega og ítarlega um bifreiðar og eigendur þeirra. Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu bílafréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2015. Hér eru fimm mest lesnu fréttirnar:

1) 39 milljóna Mercedes-Benz kominn til landsins

Umboðsaðili Mercedes-Benz fékk til sín eintak af nýjum S500 AMG S-Class, en hann kostar heilar 38,7 milljónir íslenskra króna.

2) Á aflmesta rafbíl á Íslandi

Magnús Garðarsson, stofnandi United Silicon, keypti sér fyrstur manna Tesla Model S P85D rafbílinn, en hann er kraftmesti rafbíll á Íslandi.

3)  Skúli: Hef eytt mörgum milljónum í bílinn

Í viðtali við Skúla K. Skúlason, framkvæmdastjóra BL, var fjallað um Chevrolet Camaro-bifreið sem hann keypti frá Bandaríkjunum og gerði upp yfir 18 mánaða tímabil.

4) Helga Hlín: Hef eytt alltof miklum peningum í bíla

Rætt var við Helgu Hlín Hákonardóttur sem lætur sig dreyma um að eiga allar helstu tegundir Mercedes-Benz og Audi bifreiða.

5) Bílasalinn var blekktur af bílasala

Í viðtali við Bíla segir Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri hjá BL frá löngum ferli sínum í bílabransanum á Íslandi.

Stikkorð: Bílar  • Fréttir  • 2015  • Mest lesið  • Liðið ár