
Viðskiptablaðið fjallar reglulega og ítarlega um bifreiðar og eigendur þeirra. Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu bílafréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2015. Hér eru fimm mest lesnu fréttirnar:
1) 39 milljóna Mercedes-Benz kominn til landsins
Umboðsaðili Mercedes-Benz fékk til sín eintak af nýjum S500 AMG S-Class, en hann kostar heilar 38,7 milljónir íslenskra króna.
2) Á aflmesta rafbíl á Íslandi
Magnús Garðarsson, stofnandi United Silicon, keypti sér fyrstur manna Tesla Model S P85D rafbílinn, en hann er kraftmesti rafbíll á Íslandi.
3) Skúli: Hef eytt mörgum milljónum í bílinn
Í viðtali við Skúla K. Skúlason, framkvæmdastjóra BL, var fjallað um Chevrolet Camaro-bifreið sem hann keypti frá Bandaríkjunum og gerði upp yfir 18 mánaða tímabil.
4) Helga Hlín: Hef eytt alltof miklum peningum í bíla
Rætt var við Helgu Hlín Hákonardóttur sem lætur sig dreyma um að eiga allar helstu tegundir Mercedes-Benz og Audi bifreiða.
5) Bílasalinn var blekktur af bílasala
Í viðtali við Bíla segir Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri hjá BL frá löngum ferli sínum í bílabransanum á Íslandi.