*

Bílar 23. desember 2016

Mest lesnu bílafréttir Viðskiptablaðsins árið 2016

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um það nýjasta í bílabransanum, en hér er listi yfir fimm mest lesnu bílafréttir ársins.

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um það nýjasta í bílabransanum. Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvað vakti áhuga hjá lesendum.

1) Hrifin af stórum bílum

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Heklu, ekur um á stórum og stæðilegum Volkswagen Amarok pallbíl sem gerir henni kleift að ferðast með alla fjölskylduna um hrjóstugt landslag Íslands allan ársins hring.

2) Zlatan segir frá upprunanum

Zlatan Ibrahimovic lék á árinu í aðalhlutverki í nýrri markaðsherferð Volvo sem var hleypt af stokkunum þar sem Volvo V90 var kynntur.

3) Drap á sér á verstu stundum

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, hefur mikinn áhuga á bílum en fyrsti bíllinn hennar var pólskur Fiat sem pabba hennar leist ekkert á.

4) Glæsilegir gullmolar

Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, er mikill bílaáhugamaður. Hann hefur átt annað hundrað bíla og á meðal annars Mercury Cougar XR7 frá árinu 1969, sem er glæsilegur gullmoli.

5) Bílar hafa stækkað og breikkað

Gaman er að bera saman stærðir á bílum sömu tegundar, sem smíðaðir eru á mismunandi tímabilum. Ef þekktir evrópskir bílar eru bornir saman sést að þeir hafa almennt stækkað og breikkað.

Stikkorð: Bílar  • Mest lesið  • Árið