*

Sport & peningar 23. desember 2020

Mest lesnu sport- og veiðifréttir ársins: 1-5

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um sport og veiði á árinu sem er að líða — hér eru þær fréttir sem voru mest lesnar.

Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu sport- og veiðifréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2020. Hér eru þær fimm sem mest voru lesnar á vef blaðsins:

1. „Fjallið“ fær eigin sjónvarpsþætti
Game of Thrones leikarinn og kraftajötuninn Hafþór Július Björnsson fylgir heimsmeti eftir með raunveruleikaseríu.

2. Guðnýjar-Helgufljót
Guðný Helga Herbertsdóttir á í sérstöku sambandi við Laxá í Kjós og finnst borðleggjandi að nafni Helgufljóts verði breytt.

3. „Nú get ég hætt í leiklist"
Halldór Gylfason, sem er í stóru hlutverki í Síðustu veiðiferðinni, segist aldrei hafa tekið þátt í jafn skemmtilegu verkefni.

4. Stórlaxaáin Sandá til SVFR
Sandá í Þistilfirði hefur verið sveipuð mikilli dulúð enda hafa einkaaðilar verið með ána á leigu síðan 1964.

5. Síminn Cyclothon aflýst í ár
Hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið undir merkjum Wow verður ekki haldin undir merkjum Símans í ár vegna veirunnar.