*

Veiði 25. desember 2017

Mest lesnu veiðifréttirnar 2017: 1-5

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um veiði á árinu sem er að líða — hér eru þær fréttir sem voru mest lesnar.

Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu veiðifréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2017. Hér eru þær fimm sem mest voru lesnar á vef blaðsins:

1. Auðjöfrar loka laxveiðiám
Færst hefur í aukana að erlendir auðmenn leigi laxveiðiár og hafi þær alfarið fyrir sig sjálfa.

2. Helgaði líf sitt verndun laxa
Þrátt fyrir allt það sem Orri Vigfússon gerði um ævina er hann án nokkurs vafa þekktastur fyrir starf sitt til verndar laxinum.

3. „Þetta er geggjað"
Gylfi Sigurðsson knattspyrnumaður hefur mikinn áhuga á stangveiði og ætlar að stunda hana af kappi þegar ferlinum lýkur.

4. Zelda er að gera allt vitlaust
Flugan Zelda var fyrst notuð í Norðurá fyrir 18 árum en það var ekki fyrr en nú í vor sem leyndarmálið var upplýst.

5. Salan er betri en í fyrra
Eigandi Lax-á segist vera búinn að selja um 90-95% af öllum veiðileyfum á háannatíma.