
Toyota Corolla hefur selst í um 40 milljónum eintaka frá því hann kom fyrst á markað árið 1966. Alls hafa 11 kynslóðir Corolla verið framleiddar.
Árið 1997 tók Corollan efsta sætið af Volkswagen Bjöllu, en 23 milljónir Bjalla seldust á 65 árum.
Nafnið er dregið af latneska orðinu Corolla sem þýðir lítil kóróna. Corollan hefur frá fyrsta degi verið sparneytin í samanburði við aðra bíla í sama stærðarflokki og þekkt fyrir áreiðanleika og lága bilanatíðni.
Í upphafi var bíllinn aðeins framleiddur í Japan er í dag framleiddur fimm af sjö heimsálfum jarðar, öllum nema Afríku og Suðurskautslandinu. Bíllinn var mest seldi bíllinn i Japan á 28 ára tímabili, til ársins 2009.
Toyota Corolla hefur um árabil verið einn mest seldi bíll á Íslandi.
11 kynslóð Corolla var kynntur árið 2009.