*

Sport & peningar 3. ágúst 2014

Mesta áhorf Sky Sports í sjö ár

Mesta áhorf Sky Sports í sjö ár er rakið til spennandi keppni í ensku úrvalsdeildinni.

Síðasta rekstrarár var sérlega gott fyrir bresku íþróttastöðina Sky Sports en þá mældist mesta áhorf stöðvarinnar í sjö ár. Það er að mestu rakið til spennandi keppni í ensku úrvalsdeildinni í vetur en einungis tvö stig skildu efstu tvö liðin að í lok móts.

Sky Sports sýndi fleiri leiki en nokkru sinni fyrr eða 116 beinar útsendingar. Þar af sýndi stöðin beint frá 49 af 50 vinsælustu leikjum tímabilsins. Breska fjölmiðlafyrirtækið Sky birti uppgjör sitt fyrir síðasta rekstrarár nýverið. Ársskýrslan lítur ágætlega út með auknum tekjum og fjölgun nýrra viðskiptavina. Þar spilar íþróttastöðin Sky Sports stórt hlutverk

Stikkorð: Sky Sport  • metáhorf