*

Bílar 5. febrúar 2017

Mesta bílasala á einu ári

Sala á nýjum bílum jókst um 37% á á Íslandi síð¬ asta ári. Heildarfjöldi nýskráðra nýrra fólksbifreiða var 20.760 árið 2016.

Alls voru nýskráðir 15.164 bílar árið 2015. Þetta er mesta bílasala á einu ári á Íslandi og slær við árinu 2005 sem átti metið þar til nú. Árið 2005 seldust alls 20.142 nýir fólksbílar. Þá var sannkallað góðæri í gangi.

Þessi mikla bílasala á síðasta ári gefur fögur fyrirheit og umboðin eru að sjálfsögðu hæstánægð. Bílasala hefur farið mjög vel af stað nú í janúar þannig að allt bendir til þess að bílasalan verði áfram á uppleið á þessu ári.

Á árinu 2016 voru 8.599 bílaleigubílar nýskráðir hér á landi, þar af 2.192 af merkjum BL. Bílaleigur landsins keyptu alls 2.123 fleiri bíla á árinu heldur en 2015 og nam aukningin 33 prósentum milli ára og varð þar meiri aukning en í sölu bíla til almennings.

Toyota og Kia mest seldu merkin

Söluhæsta bílamerkið á liðnu ári var Toyota, sem haldið hefur efsta sætinu í fjölda ára. Alls seldust 3.402 Toyota bílar á árinu 2016 sem er 39% söluaukning miðað við árið 2015.

Annað söluhæsta bílamerkið var svo Kia með 1.740 selda bíla og 28% söluaukningu. Þetta er í fyrsta skiptið sem Kia nær öðru sætinu.

Nánar má lesa um málið í bílablaði sem fylgdi Viðskiptablaðinu 2. febrúar. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: Toyota  • bílasala  • Kia Sportage