*

Hitt og þetta 3. febrúar 2006

Metsala á tölvum í Danmörku

Danir hafa ekki í annan tíma keypt meira af tölvum. Á síðasta ári jókst tölvusalan um 31%. Það merkir, að sögn Netmiðilsins ComOn, að smásala með tölvur er sú grein viðskipta sem vex hraðast í Danmörku.

Í frétt á heimasíðu Tæknivals kemur fram að það sé mat sérfræðinga að skýringin á mikilli tölvusölu sé sú að Danir eru miklir Netnotendur, spila tölvuleiki og annað sem veldur því að PC tölva er nauðsyn.