*

Bílar 31. mars 2017

Metsala í byrjun ársins

Aldrei hafa fleiri bílar verið nýskráðir í janúar og febrúar en í ár, en alls voru þeir 3.031 en á sama tíma í fyrra voru þeir 2.340.

Róbert Róbertsson

Nýskráðir bílar hafa aldrei verið fleiri í janúar og febrúar en í ár. Alls 3.031 bíll var nýskráður á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við 2.340 bíla á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Samgöngustofu um nýskráningar bíla.

Toyota er mest selda bílamerkið á fyrstu tveimur mánuðum ársins með 416 nýskráða bíla og kemur það lítið á óvart. Hins vegar var Toyota með fleiri selda bíla á sama tíma fyrir ári eða 450. Hástökkvarinn er Kia sem er í öðru sæti með 347 bíla í janúar og febrúar en Kia var með 191 nýjan bíl seldan á sama tíma í fyrra.

Nissan hefur einnig rokið upp í sölu og er í þriðja sætinu nú með 277 nýja bíla en á sama tíma í fyrra var Nissan með 144 bíla nýskráða. Hyundai er í fjórða sætinu og Mazda í því fimmta en Volkswagen fellur niður í sjötta sæti eftir að hafa verið í topp þrjú mjög lengi. Skoda er í sjötta sætinu en hefur eins og Volkswagen oft verið ofar undanfarin misseri.

Gott gengi Mitsubishi

Mitsubishi Outlander PHEV er mest seldi Plug-in Hybrid bíllinn á Íslandi og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 og fyrstu tvo mánuði ársins 2017. Mitsubishi, sem fagnar 100 ára afmæli á þessu ári, fær því góða byrjun á afmælisárinu, en ekki bara hvað varðar metsölu á Mitsubishi Outlander PHEV.

Salan á Mitsubishi bílum hefur nefnilega tvöfaldast milli ára úr 53 bílum í 107 ef miðað er við fyrstu tvo mánuði 2016 og 2017. Að auki hefur markaðshlutdeild Mitsubishi aukist um 60% það sem af er ári 2017 og er Mitsubishi nú komið í hóp 10 mest seldu vörumerkja á Íslandi.

Mercedes-Benz efst þýsku lúxusbílamerkjanna Mercedes-Benz er söluhæst af þýsku lúxusbílamerkjunum á Íslandi á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Nánar má lesa um málið í bílablaði sem fylgdi Viðskiptablaðinu 30. mars. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: Toyota  • Mitsubishi  • Mercedes-Benz  • Samgöngustofa