*

Heilsa 26. janúar 2018

Metþátttaka í hlaupaseríu Bose og FH

Það var mikil stemning í Hafnarfirði á dögunum þegar fyrsta hlaup í hlaupaseríu Bose og FH fór fram.

Alls 310 hlauparar tóku þátt sem er metþátttaka í hlaupinu. Harðir hlauparar létu smávegis frost og kulda ekki á sig og voru margir að hlaupa á mjög góðum tíma. Arnar Pétursson sigraði í karlaflokki en Elín Edda Sigurðardóttir var sigurvegari í kvennaflokki. Keppendur voru ánægðir að hlaupi loknu og eflaust margir sem slógu sitt persónulega met, enda brautin kjörin til þess. Næsta hlaup í seríunni fer fram 22.febrúar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is