*

Hitt og þetta 23. október 2013

Michael Jackson tekjuhæstur látinna skemmtikrafta

Michael Jackson þénaði um 160 milljónir dala í fyrra þrátt fyrir að hafa látist árið 2009.

Michael Jackson er tekjuhæstur látinna skemmtikrafta samkvæmt lista Forbes en á síðasta ári halaði hann inn 160 milljónir dala. Madonna var í efsta sæti yfir skemmtikrafta sem eru á lífi en hún halaði inn 125 milljónir dala frá júní 2012 til júní 2013.

Þetta er í þriðja skiptið á síðustu fimm árum sem látinn skemmtikraftur hafnar í fyrsta sæti yfir tekjuhæstu skemmtikraftana.

Meirihluti tekna Michael Jackson kemur frá Cirque du Soleil sýningunni Immortal en sýningin hefur velt yfir 300 milljónum dala síðan hún opnaði í fyrra.

Hér má lesa nánar um skemmtikrafta að handan sem þéna tugi milljóna dala á ári. 

Stikkorð: Tekjur  • Michael Jackson