*

Hitt og þetta 2. júlí 2013

Michael Jordan lækkar verð á húsi sínu um 991 milljón króna

Verðið á höll Michael Jordan hefur verið lækkað um 28% eftir sautján mánuði á sölu. Bara þeir sem hafa efni á húsinu mega skoða.

Körfuboltastjarnan Michael Jordan hefur lækkað verðmiðann á höll sinni í Chicago um 8 milljónir dali eða 991 milljón króna.

Michael keypti húsið þegar hann lék með Chicago Bulls og var það oft talið táknmynd fyrir velgengni hans. Í febrúar 2012 setti hann húsið á sölu fyrir 29 milljónir dala þegar hann eignaðist hlut í körfuboltaliðinu Charlotte Bobcats.

Eftir sautján mánuði á sölu hefur verðið á eigninni verið lækkað niður í 21 milljón dali. Eigninni er lýst sem algjöru draumahúsi, mikið næði, hver einasti fermetri er fallega hannaður með þægindi, elegans og lúxus í fyrirrúmi. Á vef fasteignasölunnar má lesa nánari lýsingu á húsinu. 

Þeir sem hafa áhuga og vilja skoða húsið verða að sýna fram á að þeir hafi efni á því. Þetta er gert til að hver einasti aðdáandi Jordan í 100 kílómetra radíus komi ekki æðandi upp innkeyrsluna og heimti að fá að skoða baðherbergin sem stjarnan notaði. Sjá nánari umfjöllun um málið hér

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Chicago Bulls  • Michael Jordan  • Chicago