*

Hitt og þetta 8. nóvember 2005

Microsoft áformar nýtt stýrikerfi ólíkt Windows

Microsoft áformar að þróa nýtt stýrikerfi sem á lítið sem ekkert skylt við Windows. Nýja stýrikerfið, sem verður þróað frá grunni með áreiðanleika að leiðarljósi, kallast Singularity. Þetta eru stór tíðindi frá stærsta hugbúnaðarhúsi heims sem hefur allt frá því Windows kom fyrst á markað næstum framleitt allan hugbúnað byggðan á Windows stýrikerfinu.

Alls hafa um 35 forritarar ólíkra deilda innan Microsoft Research komið að verkefinu, að því er segir í Digi.no.