*

Hitt og þetta 26. ágúst 2004

Microsoft dregur sig út úr nefnd Sþ

Microsoft hefur hætt þátttöku í starfshópi Sameinuðu þjóðanna sem starfað hefur undanfarin ár með það markmið að staðla viðskiptahugbúnað. Fyrirtækið skýrir brotthvarf fulltrúa þess í nefndinni með "viðskiptalegum ástæðum." Hermt er að löngum hafi verið ágreiningur innan hópsins og fulltrúar Microsoft hafa verið andvígir hugmyndum um notkun opins hugbúnaðar. Ákvörðun fyrirtækisins um að draga fulltrúa sína út úr nefndinni mun hins vegar tilkomin af öðrum ástæðum, einna helst málum sem lúta að höfundarrétti við þróun hugbúnaðarins.

Nefndin sem um ræðir kallast UN/Cefact eða UN Center for Trade Facilitation and Electronic Business. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals.