*

Tölvur & tækni 31. júlí 2012

Microsoft fer í loftið með nýja vefpóstþjónustu

Markmiðið er að velta Gmail úr fyrsta sætinu yfir mest notuðu vefpóstþjónustu í heiminum.

Vefpóstþjónustan Gmail frá Google hefur um nokkurra ára skeið verið nær einráð á markaðnum, en Microsoft hefur sett nýja þjónustu í loftið undir heitinu Outlook.com. Grunnurinn er gamli Hotmail vefpósturinn, sem varla nokkur notaði lengur. Útlit og notendaviðmót hefur verið tekið í gegn og er í samræmi við útlitið á væntanlegri nýrri uppfærslu á Windows stýrikerfinu, Windows 8.

Þjónustan er glæný og því mun ekki ráðast strax hvort Microsoft takist að velta Gmail úr fyrsta sætinu, en fyrstu viðbrögð á tæknisíðum erlendis eru almennt jákvæð. Ekki síst vegna þess að ólíkt Gmail þá fer Outlook.com ekki í gegnum texta tölvupósta til að finna út hvaða auglýsingar eigi að birta fyrir viðkomandi notanda.

Þeir sem eiga nú þegar Hotmail eða live.com netföng geta auðveldlega fengið nýtt outlook.com netfang með því að skrá sig inn á gamla netfangið.

Stikkorð: Microsoft  • Windows 8  • Outlook