*

Tölvur & tækni 3. júlí 2012

Microsoft hverfur frá netauglýsingamarkaði

Netauglýsingar eru ekki taldar auka tekjur Microsoft líkt og forsvarsmenn félagsins veðjuðu á fyrir fimm árum.

Ljóst er að hlutdeild Microsoft á markaði auglýsinga á netinu verður minniháttar. Félagið tilkynnti um 6,2 milljarða dala afskriftir vegna áætlana sem gengu ekki eftir um að vera stór aðili á þessum markaði.

Financial Times segir frá óbeinum afskriftum Microsoft í dag. Félagið tilkynnir þar með að það býst ekki við tekjum af slíkum auglýsingum á næstu misserum.

Gjaldfærslan er sögð tilkomin vegna kaupa Microsoft á fyrirtækinu AQuantive árið 2007. Kaupverð var þá 6,3 milljarðar dala, sem var dýrasta yfirtaka Microsoft á þeim tíma.