*

Hitt og þetta 11. júlí 2005

Microsoft í samkeppni við samstarfsfyrirtæki

Microsoft lendir líkast til í þeirri aðstöðu innan tíðar að fara í samkeppni við samstarfsfyrirtæki sín þegar hafin verður framleiðsla á klæðskerasniðnum hugbúnaði fyrir lítil fyrirtæki. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, nefndi þetta á ráðstefnu samstarfsfyrirtækja Microsoft í Minneapolis í síðustu viku. Microsoft hefur selt skrfstofuhugbúnað eins og Word og Exel í miklum mæli en hingað til látið öðrum fyrirtækjum eftir að byggja ofan á þennan hugbúnað og klæðskerasníða að þörfum einstakra fyrirtækja. Nú ætlar Microsoft hins vegar að hefja framleiðslu á sérhönnuðum hugbúnaði með haustinu.

Small Business Accounting heitir átakið og samkvæmt fréttum hefur Microsoft ráðið til sín um 200 einstaklinga með ýmiss konar menntun, lækna, bankamenn og verksmiðjustjóra, til að fást við þessi nýju verkefni.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is