*

Tölvur & tækni 30. september 2014

Microsoft kynnir Windows 10

Lögð verður áhersla á úrbætur fyrir fyrirtækjamarkað og aukið gagnaöryggi í nýju stýrikerfi frá Microsoft.

Microsoft kynnti í dag nýjasta stýrikerfi sitt, Microsoft 10, en frumgerð þess verður dreift á morgun. Sérstök áhersla hefur verið lögð á úrbætur fyrir fyrirtækjamarkað í stýrikerfinu með betra viðmóti og auknu gagnaöryggi. Að auki hefur verið kynnt til sögunnar nýtt verkefni, Windows Insider Program, sem er eitt stærsta samstarfsverkefni sem Microsoft hefur ráðist í.

Nýja stýrikerfinu er ætlað að aðlagast öllum mögulegum tækjum frá Microsoft, hvort sem um er að ræða PC-tölvur, síma, Xbox leikjatölvuna eða spjaldtölvur með einu viðmóti. Samtímis kynnir tölvufyrirtækið nýtt sameinað hugbúnaðarvistkerfi fyrir alla sem vilja þróa hugbúnað fyrir stýrikerfið.

Hér er hægt að fræðast nánar um stýrikerfið.