*

Tölvur & tækni 19. júní 2012

Microsoft kynnti spjaldtölvu í gærkvöldi

Spjaldtölvan heitir Surface og er ætlað að keppa við Apple iPad.

Microsoft kynnti í gærkvöldi nýju spaldtölvuna Surface. Þar með hefur hugbúnaðarrisinn sagt Apple stríð á hendur á spjaldtölvumarkaðnum.

Surface byggir á Windows 8 stýrikerfinu og hefur innbyggt lyklaborð sem sem auðvelt er að losa frá, tvær myndavélar og innbyggðan stand.

Spjaldtölvan er 9,3 mm á þykkt, nánast jafn þykk og Ipad sem er 9,4 mm. Surface er 680 grömm að þyngd, litlu þyngri en Ipad sem er 653 grömm. Skjárinn er 10,6 tommur en er 9,7 tommur á Ipad.

Microsoft segir að verðið á Surface spaldtölvunni verði svipað og á öðrum spjaldtölvum, án þess að tilgreina það frekar.

Steve Ballmer forstjóri Microsoft kynnti gripinn í Hollywood í gærkvöldi.