*

Tölvur & tækni 20. maí 2014

Microsoft með nýja Surface-tölvu

Bandaríska fyrirtækið Microsoft hefur búið til léttari og þynnri spjaldtölvu.

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft svipti í dag hulunni af nýrri spjaldtölvu undir nafninu Surface Pro 3 og kemur græjan í búðir á morgun. Í frétt PCMag um spjaldtölvuna segir að hún muni koma í stað fartölva og kosta um 799 dali stykkið. Það gera rúmar 140 þúsund krónur hingað komin. 

Í umfjöllun PCMag segir að stærð spjaldtölvunnar hafi komið á óvart enda flestir búist við því að Microsoft myndi setja á markað minni tölvu. Bent er á að þótt tölvan sé stærri þá sé hún léttari og þynnri en 2. kynslóðin af Surface-tölvum Microsoft.