
Microsoft hyggst sækja fram á Netinu með nýjungum sem Bill Gates kynnti í gær fyrir fréttamönnum. Tvennt ber þar hæst, Windows Live og Office Live, nýjar margvíslegar þjónustuleiðir við tölvunotendur með tilvísun í annars vegar Windows stýrikerfið og hins vegar Office skrifstofuhugbúnaðinn. Windows Live er safn Netþjónustu fyrir einstaklinga, m.a. tölvupóst, blogg og skyndiskilaboð, en Office Live er hannað með þarfir fyrirtækja í huga.
Hægt er skoða frumútgáfur af þessum nýjungum á live.com en endanlegar útgáfur koma á markað á næsta ári.
Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.