*

Tölvur & tækni 21. desember 2012

Microsoft slakar á eftir áramótin

Búist er við að ný leikjatölva og Office-pakki komi úr smiðju Microsoft á nýju ári.

Starfsmenn bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft hafa heldur betur verið með ermarnar brettar upp á árinu. Fyrirtækið setti í haust á markað nýja og byltingakennda kynslóð af Windows-stýrikerfinu ásamt fleira góðgæti úr smiðjum sínum, svo sem spjaldtölvunni Surface. Tæknispekúlantarnir hjá CNet gera ráð fyrir því að Microsoft-liðar safni kröftum á nýju ári. Ekki er þar með sagt að engar nýjungar séu væntanlegar.

Tvennt mun reyndar líta dagsins ljós á árinu. Í fyrsta lagi er búist við að næsti Office-vöndull og Xbox Next, arftaki leikjatölvunnar, verði stærstu fréttirnar. 

CNet fjallar nánar um málið .

Stikkorð: Microsoft  • Windows 8  • Office