*

Tölvur & tækni 20. júlí 2012

Microsoft tapar 62 milljörðum króna

Þetta er fyrsti tapsfjórðungurinn hjá Microsoft frá því að félagið var skráð á markað árið 1986.

Microsoft tapaði 492 milljónum dala, andvirði um 62 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi þessa árs, sem er fjórði fjórðungur í fjárhagsári fyrirtækisins. Tapið kemur einkum til vegna afskrifta upp á um 6,2 milljarða dala vegna kaupa á auglýsingaþjónstunni Aquantive árið 2007.

Búist hafði verið við því að Microsoft skilaði tapi á fjórðungnum, en þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1986 sem félagið tapar fé. Þrátt fyrir allt stendur Microsoft þó ágætlega. Tekjur jukust um 4% og námu 18,1 milljarði dala á fjórðungnum. Gengi bréfa Microsoft hækkuðu um 1,6% eftir birtingu afkomutilkynningarinnar, sem þýðir að öllum líkindum að fjárfestar hafi jafnvel búist við verri fréttum.

Stikkorð: Microsoft  • Steve Ballmer