*

Tölvur & tækni 7. apríl 2015

Microsoft vill ráða fólk með einhverfu

Microsoft hefur tilkynnt að þeir munu ráða 10 einstaklinga með einhverfu í fullt starf í höfuðstöðvar þeirra í Redmond.

Tæknirisinn Microsoft hefur gefið út að þeir vilji ráða fólk með einhverfu til sín. Mary Ellen Smith, varaforstjóri hjá Microsoft sagði: „Fólk með einhverfu er með styrk og hæfileika sem við hjá Microsoft þurfum“. Þetta kemur fram í frétt BBC

Tilkynningin kom fram í bloggi Microsoft en þar sagði Smith að hver einstaklingur sé mismunandi, sumir hefðu einstaka hæfileika til að geyma upplýsingar, aðrir með gott auga fyrir smáatriðum og enn aðrir djúpan skilning í excel, stærðfræði eða forritun. Mikilvægt væri að fá sem fjölbreytasta hæfileika til fyrirtækisins. 

Ráðningarfyrirtækið Specialisterne mun sjá um að ráða einstaklinganna. Fyrirtækið sem starfar í Danmörku og Bretlandi hjálpar fyrirtækjum að finna einhverfa einstaklinga sem hafa einstaka hæfileika sem geta nýst fyrirtækinu vel og þar með hagnast báðum aðilum. Fyrirtækið vill sýna fram á að verðmætur hæfileiki getur komið í allskyns búningi og koma í veg fyrir að vinnumarkaðurinn sýni þröngsýni. 

Stikkorð: Microsoft