*

Menning & listir 9. febrúar 2014

Miðasala á Neil Young hefst á morgun

Ódýrustu miðarnir á Neil Young í Laugardalshöll kosta 14.900 krónur.

Miðasala á Neil Young og hljómsveit hans, Crazy Horse, hefst á morgun. Tónleikarnir eru hluti af All Tomorrow's Parties hátíðinni. Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni 7. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.

Miðasala á tónleikana hefst á morgun kl. 10 á midi.is. Það eru tvenns konar miðar í boði á tónleikana, í svæði A sem er nær sviðinu og í svæði B sem er fjær sviðinu. Miðaverð er 17.900 kr. fyrir A-svæði og 14.900 kr. fyrir B-svæði.

Einnig eru í boði miðar sem eru vikupassar sem gilda á Neil Young & Crazy Horse tónleikana í Laugardalshöllinni 7. júlí og ATP Iceland-hátíðina sem fer fram á Ásbrú dagana 10.-12. júlí og þá viðburði sem fara fram dagana á milli sem ATP sviptir hulunni af á næstunni. Þeir sem kaupa vikupassa fá góðan afslátt en miðaverð á vikupössum er 31.900 kr. (í stað 36.400 kr) og 28.900 kr. (í stað 33.400 kr) eftir hvort svæðið er valið á Neil Young & Crazy Horse tónleikunum. 

Nú þegar hafa eftirfarandi tónlistarmenn og hljómsveitir verið staðfestar á ATP Iceland: 

7. júlí:
Neil Young & Crazy Horse í Nýju Laugardalshöll

8. júlí:
Tilkynnt síðar

9. júlí:
Tilkynnt síðar

ATP Iceland á Ásbrú
10. júlí
Kurt Vile & The Violators
Swans

11. júlí:
Portishead
Fuck Buttons
The Haxan Cloak
Sóley
Samaris
Mammút
Low Roar

12. júlí: 
Interpol
Forest Swords
Eaux
For a Minor Reflection