*

Sport & peningar 17. febrúar 2013

Miðaverð á úrslitaleikinn lækkað

Ódýrustu miðarnir á úrslitaleik í Meistaradeildinni kosta 68 pund. Það er næstum þrefalt lægra verð en fyrir tveimur árum.

UEFA hefur brugðist við gagnrýni á of háu miðaverði á knattspyrnuleiki í Englandi með því að lækka miðaverð á úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ódýrustu miðarnir munu kosta 68 pund en leikurinn fer fram á Wembley leikvanginum í London.

UEFA var harkalega gagnrýnt fyrir tveimur árum þegar Barcelona sigraði Manchester United í úr­slitaleiknum á Wembley. Þá kostuðu ódýrustu miðarnir 176 pund og þótti stuðn­ingsmönnum verðið afar hátt. Úrslitaleikurinn í ár verður spilaður 25. maí.

Stikkorð: Meistaradeildin  • UEFA