*

Veiði 7. október 2012

Mikið af gæs

Gæsaveiðin hefur gengið vel síðustu vikur. Þó hefur Skotvís vakið athygli á átaki þar sem hvatt er að hlífa blesgæsinni.

Tölvuert er um gæs á landinu og hefur gæsaveiðin gengið vel síðustu vikur. Skotvís vakti þó sérstaklega athygli á átaki þar sem veiðimenn eru hvattir til að hlífa blesgæsinni. Dæmi er um að veiðimenn séu að fá um 50-60 gæsir í morgunflugi.

Sérstaklega er hún áberandi á Suðurlandi en þar hefur jafnframt færst í aukana að bændur og landeigendur rækti kornakra og selji veiðimönnum aðgang að ökrunum eða leigi þá út.

Stikkorð: Skotvís  • Gæsaveiði