*

Sport & peningar 16. apríl 2014

Mikið tekjutap í spilunum

Manchester United þarf að horfa upp á tugmilljóna punda tekjutap ef liðið tekur ekki þátt í Meistaradeildinni á næsta ári.

Eftir að stórveldið Manchester United var slegið út úr Meistaradeildinni á dögunum er allt útlit fyrir að félagið taki ekki þátt í keppninni á næsta ári. Félagið situr nú í sjöunda sæti í ensku úrvalsdeildinni og þyrfti margt að falla því í hag svo að það myndi tryggja sér fjórða sætið og þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári. Leita þarf aftur til ársins 1995 til að finna tímabil þar sem félagið tók ekki þátt í keppninni. Þá tók félagið þátt í UEFA Cup, fyrirrennara Evrópudeildarinnar en óvíst er að félagið nái sæti í þeirri keppni í ár.

Mikið tekjutap
Eitt stærsta vandamálið fyrir félög á borð við Manchester United sem sjá fram á að taka ekki þátt í Meistaradeildinni er gríðarlegur tekjumissir. Miðað við uppgefnar tölur frá UEFA um þær fjárhæðir sem hvert lið fær í verðlaunafé miðað við árangur þá hefur félagið halað inn um 21 milljón evra á þessu tímabili. Ef Manchester United hefði farið í Evrópudeildina þetta tímabilið og náð sama árangri og í Meistaradeildinni þá hefði verðlaunafé numið um 3,7 milljónum evra í stað 21 milljónar eins og nú er raunin. Þar fyrir utan eru sjónvarpstekjur sem skiptast á markaðssvæði eftir tekjum þess svæðis.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: David Moyes