*

Bílar 12. janúar 2018

Mikið um að vera hjá bílaumboðunum

Árið byrjar með látum hjá Lexus því tveir nýir bílar verða frumsýndir á morgun í Kauptúni.

Á morgun laugardag kl. 12-16 verða fjögur umboð með frumsýningar á nýjum bílum. Brimborg frumsýnir Citroën C3 Aircross SUV í sýningarsal Citroën C3 Aircross og Volvo V60 tengiltvinnbílinn. Citroën C3 Aircross er nýr sportjeppi frá franska bílaframleiðandanum. Bíllinn býður upp á gott pláss og aðgengi. Farangursrými bílsins er eitt það stærsta í þessum flokki bíla eða 410 lítrar og að auki eru aftursætin á sleða svo auðvelt er að stækka farangursýmið í 510 lítra. Volvo V60 tengiltvinnbílinn er fjórhjóladrifinn og með öfluga 290 hestafla vél. Hann dregur 900 km í Hybrid ham og allt að 50 km á hreinu rafmagni og eyðir að jafnaði miðað við Evrópustaðal aðeins 1,8 lítrum af dísil/100 km. 

Árið byrjar með látum hjá Lexus því tveir nýir bílar verða frumsýndir á morgun í Kauptúni. Þetta eru nýjar útfræslur af NX300h, fjórhjóladrifa sportjeppanum sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir djarfa hönnun og CT 200h, sem er lipur og eyðslugrannur borgarbíll.

Þá verður BL með frumsýningu á morgun á nýjum BMW X3 sportjeppa sem notið hefur talsverða vinsælda en þetta er einn af mest seldu bílum þýska lúxusbílaframleiðandans. Askja verður einnig með frumsýningu á nýjum X-Class lúxuspallbíl bæði í höfuðstöðvunum að Krókhálsi 11 og í húsnæði atvinnubíla Öskju að Fosshálsi 1 á morgun. Allar sýningarnar á morgun eru kl. 12-16.