*

Sport & peningar 17. júní 2012

Mikil aukning hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu

112% aukning á milli ára þrátt fyrir að nokkrar vikur séu enn í keppnina.

Skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru nú 2936, miðað við 1386 sem voru skráðir á sama tíma í fyrra. Þetta þýðir 112% aukningu milli ára og ennþá eru nokkrar vikur í keppnina. Erlendum þátttakendum fjölgar um 39% og eru núna skráðir 602 hlauparar. Flestir erlendir þátttakendur eru frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada.

Gerður Þóra Björnsdóttir hagfræðingur sýndi fram á í lokaritgerð sinni að tekjur af ferðamönnum fyrir árið 2010 voru tæpar 200 milljónir. Meðalútgjöld á hvern erlendan hlaupara voru þá 280.674 kr. ef flugfargjöld voru meðtalin.

Stikkorð: Halup