*

Hitt og þetta 15. desember 2015

Mikill munur á uppáhalds jólasveini karla og kvenna

Kertasníkir lang vinsælastur meðal kvenna en stúfur vinsælasti jólasveinn karla.

Kertasníkir er langvinsælasti jólasveinninn samkvæmt könnun MMR. 35% þeirra sem eiga sér uppáhalds jólasvein sögðu Kertasníki vera uppáhalds en Stúfur var næst vinsælastur með 24%.

Athyglisvert er að jólasveinarnir ná misvel til kynjanna. Kertasníkir er langvinsælastur meðal kvenna, en 51% kvenna sögðu hann vera uppáhalds en einungis 21% karla. Stúfur var sem fyrr næst vinsælastur en 21% karla og 19% kvenna sögðu hann vera uppáhalds.

Stikkorð: MMR  • Jólasveinar