*

Matur og vín 5. október 2014

Miklu minna úrval á Íslandi

Viðskiptablaðið bar saman úrval af ostum á Íslandi og í Bretlandi.

Málefni mjólkurvara hafa verið mikið rædd á Íslandi síðustu daga eftir að Samkeppniseftirlitið lagði 370 milljóna króna sekt á Mjólkursamsöluna (MS) fyrir brot gegn Mjólkurbúinu Kú.

Viðskiptablaðið ákvað að gera könnun á litlum hluta af mjólkurvörumarkaðnum á Íslandi og bera hann saman við úrvalið í útbreiddum verslunarkeðjum í Bretlandi. Annars vegar voru mygluostar skoðaðir og hins vegar ostur í sneiðum.  Mjólkursamsalan framleiðir níu tegundir af osti í sneiðum samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins, og er allsráðandi á þeim markaði.

Í þeim verslunum sem Viðskiptablaðið heimsótti var eingöngu hægt að nálgast íslenskan ost í sneiðum frá MS. Auk þess var hægt að kaupa tvær tegundir af erlendum jurtaosti í sneiðum. Til samanburðar má skoða heimasíðu breska smásölurisans Tesco. Íverslunum Tesco er boðið upp á 28 tegundir af sneiddum osti. Hjá annarri breskri verslunarkeðju, Sainsbury´s, eru 19 tegundir af sneiddum osti á boðstólnum.

 

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.