*

Tíska og hönnun 5. desember 2013

Míkróíbúðir nýtt æði í Japan - Myndband

Í stórborgum Japan þar sem pláss er lítið er komið nýtt æði á meðal heimamanna og það er að hanna svokallaðar míkróíbúðir.

Hver einasti sentimetri er nýttur þegar íbúðir eru hannaðar í stórborgum Japan enda er fermetraverð gríðarlega hátt og litlar íbúðir því normið.

Vegna þessarar þróunar er komið nýtt æði á meðal heimamanna þar sem þeir hreinlega keppast við að finna upp sem frumlegasta mátann við að nýta plássið vel í alveg ótrúlega litlum íbúðum, oft ekki stærri en 20 fermetrar.

ABC fréttastofan fjallar um málið þar sem kíkt er inn í nokkrar af þessum litlu og vel skipulögðu íbúðum. 

Dæmi eru um að fólk nýti hólf undir gólffjölum og geymi þar nauðsynlega hluti. Þar má einnig sjá baðkar í stofunni og klósettið falið inni í vegg. Gluggar eru stórir til að íbúðin virki stærri, þó að oft á tíðum sé útsýnið ekki mikið og jafnvel bara veggur eins og sést í fréttinni hér að neðan.

Stikkorð: Japan