*

Hitt og þetta 20. september 2013

Milljarðamæringar Forbes eyða metfé í fasteignir

Forbes milljarðamæringarnir fjárfesta í nýjum og fallegum heimilum í fínustu hverfum Bandaríkjanna sem aldrei fyrr.

Ríkasta fólk Bandaríkjanna hefur aldrei fjárfest jafn mikið í fasteignum og síðustu 18 mánuði samkvæmt tölum frá Forbes 400. Forbes 400 er listi yfir fjögur hundruð ríkustu Bandaríkjamennina. Eignirnar eru í fínustu póstnúmerum landsins.

Tökum Steve Cohen sem dæmi. Steve er vogunarsjóðsstjóri og er metinn á 9,4 milljarða dali. Í fyrra eyddi hann næstum 125 milljónum dala í ný heimili handa sér og fjölskyldu sinni. Í maí keypti hann fallegt strandhús í East Hampton á 62,5 milljónir dala. Í júní keypti hann sér íbúð í The West Village í New York á 23,3 milljónir dala og síðan var það húsið í sömu borg sem hann keypti á 38,8 milljónir dala.

Fjögur hundruð ríkustu Bandaríkjamenn eiga samtals yfir tvö þúsund milljarða dala. Þeir sem komast á listann í ár eiga samtals fimm milljarða dala meira en þeir á listanum í fyrra. Svo máltækið: Þeir ríku verða ríkari á sannarlega við þegar listi Forbes er skoðaður.

Á vefsíðu Forbes er fjallað ítarlega um fasteignakaup Forbes milljarðamæringana

Stikkorð: New York  • Forbes.com