*

Sport & peningar 19. janúar 2015

Milljarðarnir í kringum Super Bowl

Tekjur af Super Bowl, úrslitaleik bandarísku NFL fótboltadeildarinnar, nema tugum milljarða íslenskra króna.

Bjarni Ólafsson

Úrslitaleikur bandarísku NFL-fótboltadeildarinnar fer fram í Arizona þann 1. febrúar þar sem Seattle Seahawks og New England Patriots munu etja kappi.

Stærsti efnahagsliður Super Bowl er að sjálfsögðu auglýsingatekjurnar, en sjónvarpsstöðvarnar þrjár, Fox, CBS og NBC, skiptast á að sýna leikinn. Talið er að auglýsingatekjurnar af leik Denver Broncos og Seattle Seahawks í fyrra hafi skilað Fox 290 milljónum dala, andvirði um 38 milljarða króna, í tekjur. Árið á undan námu tekjurnar 240 milljónum og 220 milljónum árið 2012. Meðalverð á 30 sekúndna auglýsingu var í fyrra um fjórar milljónir dala og því eftir miklu að slægjast fyrir sjónvarpsstöðvarnar. Á síðustu 10 árum hafa auglýsendur varið um tveimur milljörðum króna í auglýsingar á þessum eina leik.

Þá má ekki gleyma miðasölunni, en fáir íþróttakappleikir eru eins dýrir fyrir aðdáendur og Super Bowl. Miðar á leikinn í fyrra kostuðu á bilinu 1.200- 3.200 dali, eða um 155.000- 420.000 krónur. Ef miðað er við meðal miðaverð upp á 1.800 dali má ætla að miðasala hafi skilað 150 milljónum dala í kassann. Miðar sem eru til sölu núna kosta á vefsíðum eins og StubHub að minnsta kosti 2.350 dali og ef miðað er við það verð nemur miðasalan í ár 170 milljónum dala.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Super Bowl