*

Sport & peningar 27. september 2015

Milljarðarnir í Madríd

Verðmætustu íþróttafélög heims eru mörg í bandarísku ruðningsdeildinni NFL, en Real Madrid er verðmætasta knattspyrnufélagið.

Alexander Freyr Einarsso

Íþróttafélög hafa aldrei í sögunni verið verðmætari. Stærstu félögin njóta góðs af risastórum sjónvarpssamningum, umtalsverðum miðasölutekjum og mikilli sölu á varningi sér tengdum. Það eru aðallega síauknar sjónvarpstekjur sem verða til þess að félögin hafa hækkað hratt í virði undanfarin ár og eru sjónvarpstekjur mestar í Bandaríkjunum og Englandi.

Verðmætasta íþróttafélag heims kemur þó hvorki frá Bandaríkjunum né Englandi. Þriðja árið í röð er spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid það stærsta í heiminum samkvæmt lista tímaritsins Forbes og skýtur sögufrægum bandarískum íþróttafélögum á borð við Dallas Cowboys og New York Yankees ref fyrir rass. Real Madrid er metið á 3,26 milljarða dollara samkvæmt nýjum lista Forbes.

Hvað gerir Real Madrid svona verðmætt?

Real Madrid er öðruvísi en mörg önnur íþróttafélög að því leyti að það er í eigu stuðningsmanna liðsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Real  • Madrid